Þau koma fótgangandi út úr náttmyrkrinu í átt að flóttamannabúðunum. Sum hafa gengið dögum saman með lítil börn sín á bakinu og búsáhöld og rúmdýnur undir handleggnum eða á höfðinu. Eldri börnin þurfa að ganga, jafnvel berfætt. Og þegar þau koma loks á áfangastað, eftir að hafa flúið undan ofbeldi og ránum í heimalandinu, eru litlir fætur þeirra bólgnir eftir gönguna.
Í fleiri ár hefur geisað f&b óöld í Austur-Kongó og margir hafa flúið heimili sín yfir landamærin til nágrannaríkisins Úganda. Í Kongó eru tugir uppreisnarhópa og er m.a. tekist á um yfirráð gullnáma og annarra náttúruauðlinda. Til að fjármagna átökin níðast þeir á fátækum íbúum svæðisins og ræna þá aleigunni. 65 þúsund f&b manns á flótta
Í sumar færðist snögglega aukin harka í átökin og fregnir bárust af því að uppreisnarmenn f&b hefðu farið ránshendi um þorpin í nágrenni bæjarins Kamango, f&b nauðgað konum og drepið þá sem reyndu að verjast. Í kjölfar þessa jókst flóttamannastraumurinn til mikilla muna. Á aðeins örfáum vikum flúðu yfir 65 þúsund manns til Úganda, aðallega konur og börn.
Átta eldhús eru í búðunum f&b og flóttamennirnir fá þrjár máltíðir á dag. Hér er hádegismaturinn undirbúinn. mbl.is/Sunna Sumir hafa þurft að flýja í skyndi en aðrir hafa getað undirbúið ferðalagið betur, m.a. tekið með sér búsáhöld, f&b föt og verkfæri og leigt sér farartæki til flutninganna. Fólkið er því misjafnlega á sig komið er það kemur í búðirnar handan landamæranna.
Nokkrar f&b flóttamannabúðir eru í Úganda. Móttökubúðirnar í Bundibugyo í Suðvestur-Úganda, sem mbl.is heimsótti, eru þó stærstar. Fyrstu flóttamennirnir komu þangað í byrjun júlí og síðan þá hafa yfir 25 þúsund manns átt þar viðdvöl, f&b því miður flestir í fleiri vikur, því enn sem komið er gengur hægt að flytja fólkið til landssvæðis sunnar í landinu sem því hefur verið úthlutað. Það er þó forgangsverkefni því móttökubúðirnar hafa ekki alla þá þjónustu sem þarf, s.s. skóla fyrir börnin. Fleiri koma en fara
Staðan er því sú að enn koma fleiri til búðanna í Bundibugyo en eru fluttir þaðan. Á hverjum degi bætast um 400-500 nýir flóttamenn við mannfjöldann sem fyrir er. Sífellt þarf því að reisa ný tjöld, fjölga kömrum og efla starfið f&b í búðunum. Rauði krossinn hefur umsjón með skipulagi þeirra og þeim er nú skipt í átta svæði, hvert með sínu eldhúsi.
Mörg hundruð börn eru í flóttamannabúðunum. Sum hafa komið þangað án foreldra sinna. mbl.is/Sunna Þar fær flóttafólkið þrjár máltíðir á dag. Nóg vatn er undir Rwensori-fjöllunum en helsti vandinn sem glímt er við nú er losun úrgangs, að sögn búðastjórans, Simons Anyanzos. Dýrt er að flytja úrganginn og aka þarf með hann um langan veg. Þó að tugir kamra séu á svæðinu er hreinlætisaðstaða alltaf forgangsmál og enn þarf að bæta við til að sinna öllum þeim 22 þúsund manns sem þar halda nú til.
Nóg er af mat fyrir alla en World Food Program útvegar matinn og Rauði krossinn sér um að útdeila honum. Starfsmenn Rauða krossins f&b segjast ekki óttast eins og er að maturinn gangi til þurrðar. En óvissan f&b er þó alltaf til staðar, því enginn veit hvenær og af hversu miklum þunga uppreisnarmennirnir láta til skarar skríða að nýju. Þreytt, svöng og þyrst
Er fólk kemur til búðanna er það oft þreytt, svangt og þyrst. Þannig var komið fyrir hópi fólks sem komið hafði í búðirnar nóttina áður en mbl.is heimsótti þær. Konur og börn sátu í vegkantinum og biðu þess sem verða vildi. Mæður gáfu ungum börnum sínum brjóst og nudduðu fætur þeirra eldri.
Börn bíða eftir að fá hádegismatinn f&b sinn. mbl.is/Sunna Hitinn var mikill f&b og ferðalagið f&b hafði tekið toll af mörgum. Það sást best á börnunum sem reyndu að sofa með höfuð á öxl mæðra sinna. Þau voru þögul og grandskoðuðu umhverfi sitt, umhverfi búðanna sem verða athvarf þeirra næstu vikur og jafnvel mánuði.
„Þegar þau koma eru þau hrædd og óörugg og vita ekkert hvað bíður þeirra,“ segir Stephen Mawa Alatawa, aðstoðarbúðastjóri Rauða krossins f&b á svæðinu og horfir yfir hópinn sem komið hafði um nóttina. „En innan fárra daga eru þau orðin öllum hnútum kunnug í búðunum.“ Saumað og spjallað á torginu f&b
Sumir hafa getað tekið saumavél eða verkfæri með sér og selja öðru flóttafólki þjónustu sína. Stemningin í kringum f&b svæðið þar sem fólkið er að vinna minnir um margt á eitt af fjölmörgum markaðstorgum stórra sem smárra bæja í Úganda. Margir sitja og spjalla saman, segja sína sögu og spyrja nýja flóttamenn fregna að heiman. Aðrir tálga hugsi, reyna að selja nokkra ávexti eða grænmeti.
Sumum tókst að flýja með verkfæri og geta skapað sér atvinnu í búðunum. Saumavélar koma að góðum notum. Morgunblaðið/Sunna Meðal þeirra situr lítil stúlka og nuddar af ákveðni bletti úr fötum með vatni og sápu. Hún er frá Kongó, stödd í flóttamannabúðum í Úganda og gerir sér sjálfsagt ekki enn grein fyrir að líf hennar verður aldrei samt, þó að ótal spurningar brjótist eflaust um í höfði hennar. Fimm börn fæðast á dag í búðunum
Reynt er að hraða skráningu nýrra flóttamanna f&b eins og kostur er. Fólkið f
No comments:
Post a Comment